Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.04.2013 05:59

20. apríl 1950 - Þjóðleikhúsið var vígt þann dag

Þjóðleikhúsið var vígt þann 20. apríl 1950 með frumsýningu á Nýársnóttinni eftir Indriða Einarsson.

Framkvæmdir við húsið hófust árið 1928 en lágu niðri um skeið vegna fjárskorts og hernámsins.

Menningarsjóður Þjóðleikhússins var stofnaður á vígsludaginn

.

Húsið hannaði og teiknaði Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins.

Guðjón Samúelsson.png

Guðjón Samúelsson.

Fæddur á Eyrarbakka 16. apríl 1887

Dáinn 25. april 1950

 

Fyrsti þjóðleikhússtjórinn var Guðlaugur Rósinkranz frá Tröð í Önundarfirði.

 

Þjóðleikhússtjórar frá upphafi: 
.

1949-1972   Guðlaugur Rósinkranz

1972-1983   Sveinn Einarsson

1983-1991   Gísli Alfreðsson
1991-2005   Stefán Baldursson
2005-          Tinna Gunnlaugsdóttir

 

Hörður Bjarnason,  f.v. húsameistari ríkisins, er faðir Áslaugar Harðardóttir og tengdafaðir Jóns Hákonar Magnússonar í Norðurkoti á Eyrarbakka. Hörður teiknaði m.a. dómkirkjuna í Skálholti.

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður