Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.04.2013 20:24

Dagskráin í Kaupmannahöfn

Dagskráin - fréttablað Suðurlands  berst öllum Sunnlendingum, og þar með Eyrbekkingum, með póstinum á hverjum fimmtudegi.

Eyrbekkingarnir eru víða um heim fjarri heimahögum og margir lesa Dagskrá hverrar viku á netinu.

 

Vitað er um Eyrbekkinga í Kaupmannahöfn sem fá Dagskrá fimmtudagsins eftir tvo daga þ.e. á hverjum laugardagsmorgni og er helgistund að opna umslagið með Dagskráinni og Sunnlenska fréttablaðinu og lesa síðan fréttirnar að heiman á pappír...

 

 

Dagskráin komin á borðið með kaffinu í Kaupmannahöfn í gær.

 

Skráð af: Menningar-Staður