Hreinsunarátakið hófst laugardaginn 20. apríl nk. og mun átakið standa fram til mánudagsins 5. maí nk. Sveitarfélagið Árborg skorar á alla íbúa Árborgar og fyrirtæki að taka virkan þátt í átakinu og hreinsa til á sínum lóðum. Jafnframt eru íbúar hvattir til að fara út með einn svartan ruslapoka á tímabilinu og fylla hann af rusli, sem er að finna í næsta nágrenni.
Fyllum pokann og tökum til í bænum okkar !
Sveitarfélagið Árborg mun bjóða íbúum sveitarfélagsins, sem þess óska, að fjarlægja ruslapoka og létt dót ásamt trjágreinum af lóðarmörkum á meðan átakinu stendur. Tekið er á móti óskum um hirðingu í þjónustuveri Árborgar í síma 480-1900.
Staðsetningar á gámum fyrir hreinsunarátak í Árborg 2013 , 20 apríl – 5 maí
Ruslagámarnir á Eyrarbakka eru á planinu vestan við Vesturbúð á gamla slippsvæðinu.
Skráð af: Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is