Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.04.2013 11:13

Hreinsunarátak Árborgar 2013

Hreinsunarátakið hófst laugardaginn 20. apríl nk. og mun átakið standa fram til mánudagsins 5. maí nk.  Sveitarfélagið Árborg skorar á alla íbúa Árborgar og fyrirtæki að taka virkan þátt í átakinu og hreinsa til á sínum lóðum. Jafnframt  eru íbúar hvattir til að fara út með einn svartan ruslapoka á tímabilinu og fylla hann af rusli, sem er að finna í næsta nágrenni.

Fyllum pokann og tökum til í bænum okkar ! 

  • Garðeigendur eru beðnir um að nota tækifærið að hreinsa og snyrta til í görðunum sínum og klippa þann gróður sem vex út fyrir lóðarmörk og hindrar umferð. 
  • Ruslagámar verða staðsettir við Olís planið á Eyrarbakka, við áhaldahúsið á Stokkseyri og í dreifbýlinu verða gámar við Stekka, Tjarnabyggð og við afleggjarann að Lækjamótum á móts við Votmúla. 
  • Sérstakur hreinsunardagur verður í Sandvíkurhreppi hinum forna, sunnudaginn 12. maí n.k.  
  • Sumaropnun Gámasvæðisins við Víkurheiði á Selfossi verður frá kl 13:00-18:00, mánudaga-laugardaga, frá og með 20. apríl nk. til 1 september nk. 

Sveitarfélagið Árborg mun bjóða íbúum sveitarfélagsins, sem þess óska, að fjarlægja ruslapoka og létt dót ásamt trjágreinum af lóðarmörkum á meðan átakinu stendur. Tekið er á móti óskum um hirðingu í þjónustuveri Árborgar í síma 480-1900. 

 

Staðsetningar á gámum fyrir hreinsunarátak í Árborg 2013 ,  20 apríl – 5 maí

 


 

Ruslagámarnir á Eyrarbakka eru á planinu vestan við Vesturbúð á gamla slippsvæðinu.

 

Skráð af: Menningar-Staður