Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.04.2013 05:48

Opinn kosningafundur á Suðurland Fm 23. apríl kl. 21:00

Útvarpsstöðin Suðurland Fm, útvarp Sunnlendinga efnir til opins borgarafundar í Hvítahúsinu þriðjudaginn 23. apríl. Um er að ræða fund þar sem hægt er að spyrja frambjóðendur kjördæmisins spjörunum úr um hvaða áherslur þeir leggja á hin ýmsu málefni.

Umsjónar menn eru þau Valdimar Bragason frá Suðurland fm og Anna Krístín Kjartansdóttir frá Powertalk og verður fundinum útvarpað á Suðurland fm 96,3, 93,3 í Vestmannaeyjum og á heimasíðu stöðvarinnarwww.963.is.

Fundurinn hefst kl. 21.00. 

 

Valdimar Bragason.

 

Skráð af: Menningar-Staður