Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

23.04.2013 11:41

Basil fursti í Brattsholti

Í dag 23. apríl er  Alþjóðlegur dagur bókarinnar.

Á þessum degi fæddist Halldór Laxness árið 1902

og á þessum degi dóu Shakespeare og Cervantes.

 

Í tilefni dagsins brá Menningar-Staður sér í heimsókn til Bjarkars Snorrasonar í Brattsholti í Stokkseyrarhreppi hinum forna með nýjasta heftið af Basil fursta - Vofan í gullnámunni- sem var að koma út.

 

Við það tækifæri varð þessi Hrútavina-vísa til.

 

Basil fursti´ í Bjarkars hönd

bætir næstu stundir.

Lífsfylling um lönd og strönd 

og léttir allra lundir.

 

 

 

Bjarkar Snorrason með nýja heftið af  Basil fursta - Vofan í gullnámunni

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður