Í dag 23. apríl er Alþjóðlegur dagur bókarinnar.
Á þessum degi fæddist Halldór Laxness árið 1902
og á þessum degi dóu Shakespeare og Cervantes.
Í tilefni dagsins brá Menningar-Staður sér í heimsókn til Bjarkars Snorrasonar í Brattsholti í Stokkseyrarhreppi hinum forna með nýjasta heftið af Basil fursta - Vofan í gullnámunni- sem var að koma út.
Við það tækifæri varð þessi Hrútavina-vísa til.
Basil fursti´ í Bjarkars hönd
bætir næstu stundir.
Lífsfylling um lönd og strönd
og léttir allra lundir.
Bjarkar Snorrason með nýja heftið af Basil fursta - Vofan í gullnámunni
Skráð af: Menningar-Staður |
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is