Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

23.04.2013 06:23

Menningarkvöld í Mosfellsbæ á fæðingardegi Halldórs Laxness

Nóbelsskáldið Halldór Laxness fæddist þennan dag, 23. apríl, árið 1902 og í tilefni dagsins standa sveitungar hans í Mosfellsbæ fyrir síðasta menningarkvöldinu í þrennu sem gefið var heitið Menningarvor og er nú haldið í fjórða skipti í bænum.

Dagskráin hefst klukkan 20 í kvöld í bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna. Óttar Guðmundsson geðlæknir mun „sálgreina“ sumar þekktustu persónur Íslendingasagnanna, þar á meðal Egil Skallagrímsson sem bjó síðustu æviár sín að Mosfelli í Mosfellsdal. Þóra Einarsdóttir söngkona kemur einnig fram og flytur sönglög eftir Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirsson og Jórunni Viðar við kvæði Halldórs Laxness. Undirleikari verður Helga Bryndís Magnúsdóttir.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Boðið verður upp á léttar íslenskar veitingar.

 

23. apríl 1999

Tilkynnt var að Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness hefði verið valin bók aldarinnar í kosningu Bókasambands Íslands. Íslandsklukkan var í öðru sæti.

 

 

Hrútavinir á Gljúfrasteini fyrir nokkrum árum. Þar bjó Halldór Laxness og í húsinu er nú safn.

F.v.: Hörður Jóelsson, Einar Jóelsson og Sævar Jóelsson í Brautartungu við Stokkseyri.

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður