Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

25.04.2013 06:19

Kvenfélag Eyrarbakka 125 ára í dag

Kvenfélag Eyrarbakka var stofnað 25. apríl 1888 af 16 konum og er eitt hinna sjö kvenfélaga sem stofnuð voru fyrir 1900.
 
Þegar Kvenfélagasamband Íslands hélt upp á 70 ára afmæli sitt 1. febrúar 2005, var þessum sjö kvenfélögum veitt viðurkenning fyrir störf sín. Fyrir utan Kvenfélag Eyrarbakka fengu viðurkenningu Kvenfélag Rípuhrepps í Skagafirði 136 ára, Thorvaldsensfélagið í Reykjavík 130 ára, Kvenfélag Svínavatnshrepps Austur Húnavatnssýslu 131 árs, Hvítabandið í Reykjavík 110 ára, Kvenfélag Sauðárkróks 110 ára og Kvenfélag Húsavíkur 110 ára.