Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.04.2013 09:17

Kjörfundur hafinn á Eyrarbakka

Á slaginu kl. 9 hófst kjörfundur í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka vegna alþingiskosninganna sem fram fara í dag 27. apríl 2013.

 

Kjörstjórn á Eyrarbakka skipa; Svanborg Oddsdóttir, María Gestsdóttir og Lýður Pálsson. Um dyravörslu sér Siggeir Ingólfsson.

 

Nokkrir kjósendur mættu strax við opnun kjörstaðar. Fyrst til að kjósa var Inga Lára Baldvinsdóttir í Garðhúsum.

 

 

Kjörstjórn og dyravörður. F.v. sitjandi.: Lýður Pálsson, Svanborg Oddsdóttir og María Gestsdóttir.

Standandi er Siggeir Ingólfsson.

 

 

Siggeir Ingólfsson tilbúinn að taka á móti kjósendum...

 

 

..og fyrsti kjósandinn var Inga Lára Baldvinsdóttir sem hér lítur á framboðslistana.

 

 

Skráð af: Menningar-Staður