Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.04.2013 14:04

Alþingismenn vitja Vitringa

Vitringafundur var í morgun í Vesturbúðinni á Eyrarbakka.

Helstu verkefni fundarins var að undirbúa komur nýrra alþingismanna sem vitað er að muna mæta bráðlega enda voru væntanlegir alþingismenn oft gestir Vitringa í Vesturbúðinni á síðustu vikum og mánuðum.

 

Skifti engum togum í morgun að alþingismaður kom á Vitringafund.  Þar var á ferð Alma Lísa Jóhannsdóttir sem var varaþingmaður VG í Suðurkjördæmi 2007 - 2009 og sat hún á Alþingi í mars-apríl og sept. 2008.

Alma Lísa var hlaðin vonleysi eftir úrslit alþingiskosninganna í gær er hún kom til samveru með Vitringunum. Þeim tókst á skömmum tíma að byggja upp vænlega framtíðarsýn fyrir Ölmu Lísu og fék hún sér pylsu með öllu Í Vesturbúðinni áður en hún hélt frá Eyrarbakka. 

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ingólfur Hjálmarsson og Alma Lísa Jóhannsdóttir f.v. varaþingmaður. 

 

 

 

Skráð af: Mennigar-Staður