Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.04.2013 17:23

Verkalýðsfélagið Báran á Eyrarbakka 110 ára

Báran á Eyrarbakka

Tildrög að stofnun Bárunnar í upphafi síðustu aldar voru þau að Sigurður Eiríksson, sem gjarnan var nefndur regluboði, hugsaði sér þetta félag sem bindindisfélag og hagsmunafélag sjómanna en hann var framámaður í Góðtemplarareglunni. Félagið hét upphaflega Sjómannafélagið Báran á Eyrarbakka. 
Báran, félag sjómanna og dagvinnulaunamanna, var stofnuð í Bræðrafélagshúsi þann 14. febrúar 1903. Félagið starfaði óslitið til 1961 en var endurvakið eftir tveggja ára hlé þann 21. desember 1963 í Fjölni á Eyrarbakka. 
Forgöngumenn um stofnun félagsins voru Sigurður regluboði Eiríksson og Ottó N. Þorláksson. Sigurður var starfsmaður Góðtemplarareglunar. Hann var jafnframt mikill félagsmálafrömuður, organisti og söngkennari. 

Formenn Bárunnar

Fyrsti formaður Bárunnar var Guðni Jónson „formaður“ í Einarshöfn en hann var fæddur í Steinskoti á Eyrarbakka 5. júní 1867. Aðrir í stjórn voru Einar Jónson og Guðmundur Kristjánsson sem einnig gegndi formennsku í félaginu af og til. Á eftir honum komu Sigurður Þorsteinsson, sem var formaður frá 1909-1910 og Bjarni Eggertssonjarni  var formaður frá 1910 – 1915 og átti síðan sæti í stjórn í samtals tólf og hálft ár. Þorfinnur Kristjánsson formaður 1915. Einar Jónson formaður 1916. Þorleifur Guðmundsson formaður 1929. Síðan gegndu Andrés Jónsson frá Smiðshúsum formennsku fyrst 1930 . Bjarni Eggertsson formaður 1931. Þorvarður Sigurðsson tók við formrmennsku í lok árs 1931. Kristján Guðmundsson verður formaður 1939. Sigurjón Valdimarsson formaður 1942. Þá tekur Andres Jónson við formennsku á ný 1963. Kjartan Guðjónsson frá Sandprýði tekur við formennsku í félaginu um 1972. Hafþór Gestsson er formamaður 1979 - 1980.  Guðrún Thorarensen tók við formennsku af Hafþóri Gestssyni 1980. Síðasti formaður í gömlu Bárunni fyrir sameiningu var Eiríkur Runólfsson en hann tók við formensku í félaginu 25. mars 1984. 

 

 

Af: http://www.baran.is/um-okkur/sagan/

 

Skráð af: Menningar-Staður