Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.04.2013 21:25

Syngjandi vor í Grænumörk á Selfossi

Söng- og kvæðamannahátíðin  Syngjandi vor  var haldin í dag í Grænumörk á Selfossi frá kl. 17:00 - 18:30

Þar komu fram kvæðamennirnir; Ingimar Halldórsson og Arnþór Helgason.

Skáldkonan Sigríður Jósdóttir í Arnarholti las ljóð.

Söngvararnir; Sigurður Torfi Guðmundsson og Þórarinn Ólafsson sungu einsöng og einnig tvísöng  við undirleik Inga Heiðmars Jónsson.

Þá var samsöngur allra þeirra fjölmörgu sem mættu til þessarar frábærlega  vel heppnuðu samkomu.

Ingi Heiðmar Jónsson skipulagði samkomuna og stjórnaði en þessi dagskrá hafði áður verið flutt á Flúðum þann 11. apríl s.l.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.  (Fleiri myndir síðar)

 

 

Frá samkomunni nú síðdegis í Grænumörk á Selfossi. (fleiri myndir síðar)

F.v.: Undirleikarinn, Ingi Heiðmar Jónsson og söngvararnir Þórarinn Ólafsson og Sigurður Torfi Guðmundsson.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður.