Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.04.2013 06:57

Hittingur á Eyrarbakka 1. maí

Verkalýðsfélagið Skjöldur á Flateyri 80 ára

 

Frá 50 ár afmælisfagnaði Verkalýðsfélagsins Skjaldar í október 1983.

 

Stjórn og varastjór Verkalýðsfélagsins Skjaldar á afmælisárinu 1983. F.v.: Hálfdán Kristjánsson, Sigurður Sigurdórsson, Björn Ingi Bjarnason, Sigríður K. Benjamínsdóttir, Ragnar H. Kristjánsson, Einar Guðbjartsson, Pétur G. Þorkelssog og Jón Guðjónsson. Ljósm.: Gísli Valtýsson

 

 

Verkalýðsfélagið Skjöldur á Flateyri 80 ára

 

Hinn 21. desember n.k. verða 80 ár frá stofnun Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri en það var stofnað þann 21. desember 1933. Skjöldur er nú hluti af Verkalýðsfélagi Vestfirðinga sem stofnað var 2002.

Í tilefni afmælisársins ætla allnokkrir af fyrrverandi formönnum og stjórnarmönnum í Skildi að hittast í hátíðarkaffi í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka á morgun,  1. maí  - á hátíðisdegi verkalýðsins kl. 15:00

Á eftir kaffinu verður samverustund í hliðarsal þar sem litið verður til baka. Sérstaklega til 27. desember 1968 þegar Hljómsveitin Æfing kom fram fyrsta sinni á fundi í Verkajýðsfélaginu Skildi sem haldinn var í Samkomuhúsinu.

Hljómsveitin Æfing fagnar nú 45 ára afmælinu með útgáfu geisladisks sem er meistaraverk mannlífs- og menningarsögu Önfirðinga að þeirra hætti og gleðja mun marga. Útgáfuhátíð verður á Flateyri um hvítasunnuhelgina.

 Væntum þess að sjá sem flesta Önfirðinga á morgun 1. maí á Eyrarbakka í tilefni þessa sem rakið hefur verið hér.

 

Björn Ingi Bjarnason, f.v. formaður Verkalýðsfélagsins Skjaldar

Björn E. Hafberg, f.v. formaður Verkalýðsfélagsins Skjldar

Guðmundur Jón Sigurðsson, f.v. formaður Verkalýðsfélagsins Skjaldar

 

 

Í kirkjugarðinum á Eyrarbakka þar sem formennirnir fyrrverandi funduðu eitt sinn og áttuðu sig þá á að á fundarstöðum sem þessum truflar ekkert . F.v.: Guðmundur Jón Sigurðsson og Björn Hafberg. Ljósm.: BIB

 

F.v.: Björn Ingi Bjarnason og Björn E. Hafberg. Ljósm.: GJS

.

Af:  www.flateyri.is

.

Skráð ag: Menningar-Staður