Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.04.2013 20:16

Menningarráð Suðurlands úthlutar 44 milljónum króna

Í janúar sl. auglýsti Menningarráð Suðurlands eftir umsóknum um verkefnastyrkir og stofn- og rekstrarstyrki til eflingar menningarlífs á Suðurlandi.

Alls bárust 23 umsóknir um stofn- og rekstrarstyrki og var sótt um u.þ.b. 50 milljónir kr. Á fundi ráðsins sem haldinn var 17. apríl sl., var samþykkt að veita 14 verkefnum stofn- og rekstrarstyrki, samtals rúmlega 13 milljónir kr.

Alls bárust 174 umsóknir um verkefnastyrkir og var sótt um u.þ.b. 130 milljónir kr. Samþykkt að veita 119 verkefnum styrki, samtals rúmlega 31 milljónir kr.

Úthlutunarhátíð verður haldin  í Menningarsalnum á Hellu, Dynskálum 8, þann 7. maí nk. kl. 16:30 og verða samningar um styrkina undirritaðir þar.

Í tengslum við úthlutunina fer fram kynning á niðurstöðum stefnumótunarvinnu í menningarmálum á Suðurlandi og hugsanlega verður stofnað félag listamanna á Suðurlandi.

 

 

Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands og Siggeir Ingólfsson staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyratrbakka, Menningar-Stað.

 

Skráð af: Menningar-Staður.