Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.07.2013 10:58

Ljósan á Bakkanum í Húsinu á Eyrarbakka

 

Ljósan á Bakkanum í Húsinu á Eyrarbakka

 

Í Húsinu, Byggðasafni Árnesinga, á Eyrarbakka hefur frá því í lok maí staðið yfir sýningin Ljósan á Bakkanum. 

Sýningin fjallar um líf og störf Þórdísar Símonardóttur, ljósmóður á Eyrarbakka 1883–1926. Á sýningunni er sjónum beint að aðstæðum fæðandi kvenna á þessum tíma, starfsaðstæðum og kjörum ljósmæðra, sem flestar urðu að vinna önnur störf meðfram ljósmóðurstarfinu. Þórdís flutti á Eyrarbakka 1883 tæplega þrítug að aldri, bjó þar í hálfa öld og sinnti lengst af ljósmóðurstörfum. Ljósan á Bakkanum er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga, Brúarsmiðjunnar og Eyrúnar Ingadóttur sagnfræðings og höfundar bókarinnar Ljósmóðirin sem kom út á síðasta ári og fjallar um Þórdísi ljósmóður.

Þetta er áhugaverð sýning og ástæða til að hvetja fólk til að fá sér bíltúr og skoða Húsið á Eyrarbakka. Börnin hafa líka bæði gagn og gaman af að skoða gamla muni og spá aðeins í tilveruna eins og hún var í gamla daga. Sýningin er opin alla daga kl. 11-18 og henni lýkur 15. september.

 

Af: www.dfs.is

Kvenfélagskonur á Eyrarbakka skoðuðu sýninguna um Ljósuna á Bakkanum þann 19. júní s.l.

 

Nokkrar myndir:

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður