Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.07.2013 20:42

Myndir dagsins - Uppskeruhátíð Hrútavina í Hafinu bláa 24. september 2008

Karen Dröfn Hafþórsdóttir að syngja lagið  -Við gengum tvö-  með Hrútavinabandinu í Hafinu bláa 24. sept. 20008

Hér má sjá myndband: http://www.youtube.com/watch?v=2dgZd48O4XE

 

Uppskeru- og réttarhátíð Hrútavina í Hafinu bláa 24. september 2008

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi hélt uppskeru- og réttarsamkomu miðvikudagskvöldið 24. september 2008

í einu af félagsheimilum sinna manna þ.e.í Veitingahúsinu Hafinu bláa við Ölfusárósa.

 

Þakkað var gott og gjöfult sumar til lands og sveita og fagnað upphafi vertíðar til sjávarins.

Á borðum var rammíslensk kjötsúpa og þjóðleg hausastappa úr þorskhausum.

 

Hljómsveit Hrútavina “Hrútvinabandið” kom fram með gestasöngvörum sem voru Karen Dröfn Hafþórsdóttir á Eyrarbakka

og Sigurður Torfi Guðmundsson á Selfossi.

 

Nýir meðlimir sem fluttu höfðu á Suðurlandið voru boðnir velkomnir að hætti Hrútavina svo sem “Maður orðsins” Guðbjartur Jónsson sem nýlega flutti til skáldabæjarins Hveragerðis vestan af fjörðum.

Þá voru orðuveitingar eins og ætíð á Hrútavinasamkomum og afhentar gjafir.

 

Sérstakir gestir á samkomunni voru Súluvinir frá Keflavík og Vestmannaeyjum en Hrútavinir og Súluvinir hafa á undanförnum árum átt gott og gleðiríkt mannlífs og menningarsamstarf sem varir enn.

 

Komið er myndalabúm frá Uppskeruhátíðinni hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/250707/

 

Nokkrar myndir hér:

 

Hrútavinabandið. F.v.: Víðir Björnsson, Jóhann Vignir Vilbergsson, Karen Dröffn Hafþórsdóttir, Karl Magnús Bjarnarson og Guðmundur Einar Vilbergsson.

 

Hrútavinabandið. H.v.: Víðir Björnsson, Jóhann Vignir Vilbergsson, Karl Magnús Bjarnarson, Sigurður Torfi Guðmundsson og Guðmundur Einar Vilbergsson.

 

F.v.: Kristín Þuríður Sigurðardóttir, Þórhildur Ólafsdóttir, Jóna Guðrún Haraldsdóttir og Bjarkar Snorrason.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður