Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.08.2013 09:07

Skábrautin við Menningar-Stað á Eyrarbakka

Siggeir Ingólfsson við undirstöður skábrautarinnar upp á utsýnispallinn við Félagsheimilið Stað.

 

Skábrautin við Menningar-Stað á Eyrarbakka

 

Framkvæmdir ganga vel við útsýnispallinn á sjóvarnargarðinum við Félagsheimilið Stað,  Menningar-Stað á Eyrarbakka.

 

Það er Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari við Félagsheimilið Stað, sem stendur fyrir þessum miklu framkvæmdum með aðstoð góðra manna.

Hluti framkvæmdarinnar margþættu er að byggja skábraut upp á útsýnispallinn fyrir hreyfihamlaða og verður því auðvelt að fara upp á sjóvarnargarðinn í hjólastólum.

Siggeir Ingólfsson var í blíðunni í morgun að vinna við undirstöður skábrautarinnar sem mun liggja í tveimur hallandi brautum upp á sjóvarnargarðin með tveimur millipöllum.


Menningar-Staður færði til myndar:

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður