Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

03.08.2013 05:56

Áhugaverð safnbúð á Eyrarbakka

Guðrún og Melkorka kaupa staur hjá Magnúsi Karel.

 

Áhugaverð safnbúð á Eyrarbakka

 

Á Eyrarbakka rak Guðlaugur Pálsson í áratugi þorpsverslun sem jafnan var kölluð Laugabúð. Guðlaugur keypti húsið sem búðin er í árið 1919 og breytti því í verslun sem hann rak samfellt í 74 ár eða til ársins 1993 en Guðlaugur lést það ár. 

Árið 1998 keypti Magnús Karel Hannesson og fjölskylda húsið. Þau hafa síðan standsett húsið og komið því í upprunalegt horf. Árið 2011 var opnuð í því ferðamannaverslun. Verslunin er opin á laugardögum og sunnudögum á sumrin. Einnig hefur hún verið opin á vorin í kringum helgidaga og í jólamánuðinum.

Í versluninni er hægt að fá ýmsa skemmtilega muni sem tengjast Eyrarbakka. Að sögn Magnúsar Karels er megin tilgangurinn með því að hafa búðina opna sá að leyfa fólki að sjá gömlu búðina eins og hún  var.

 

Af: www.dfs.is

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður