Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.08.2013 11:06

KGB á Menningar-Stað í morgun

Kristján Guðmundsson hjá KGB-tours við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

 

KGB á Menningar-Stað í morgun

 

Fjöldi gesta og gangandi hefur komið við síðustu daga í Félagsheimilinu Stað, Menningar-Stað á Eyrarbakka enda verslunarmannahelgin og margir á ferð.

 

Meðal gesta í morgun var hópur blindra Breta sem Kristján Guðmundsson hjá KBG-tours kom með. Voru allir aðstoðaðir upp á útsýnispallinn á sjóvarnargarðinum sem verið er að byggja. Lýsti Kristján mikilli ánægju með þessar framkvæmdir og sérstaklega skábrautina sem mun liggja upp á pallinn. Verður hún væntanlega komin í gagnið í næstu ferð KGB á svæðið í lok ágúst.

 

Menningar-Staður færði aðeins til myndar í morgun:

 

F.v.: Kristján Guðmundsson farstjóri og eigandi KGB-tours, Hrúturinn Gorbashjef og Siggeir Ingólfsson.

 

F.v.: Erlendur gestur, Guðlaug Jónsdóttir, fararstjóri, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bílstjóri og Siggeir Ingólfsson.

 

 

Við Félagsheimilið Stað, Menningar-Stað á Eyrarbakka í morgun.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður