Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

08.08.2013 07:06

Sumar á Selfossi - Dagskrá fimmtudagurinn 8. ágúst 2013

Hljósveitin RetRoBot. Meðal meðlima sveitarinnar er Guðmundur Einar Vilbergsson á Eyrarbakka. Hann er annar frá hægri.

 

 

Sumar á Selfossi - Dagskrá fimmtudagurinn 8. ágúst 2013

 

Fjörugur fimmtudagur 8. ágúst

10:00 - 00:00 Kaffi krús

Frábær matseðill og lifandi tónlist á pallinum ef veður leyfir.

10:00 - 17:30 Ljósmyndasamkeppni

Samtök verslunar og þjónustu í Árborg standa fyrir ljósmyndasamkeppni þar sem þemað er “Sumar á Selfossi”. Sendið myndir til prentunar á filmverk@filmverk.is með “Ljósmyndasamkeppni” í subject. Hægt er að kjósa sína uppáhaldsmynd við Filmverk í Miðgarði.

13:00-16:00 Fischersetrið

Fischersetrið í Gamla bankanum að Austurvegi 21 opið. Fróðleg sýning um stórmeistarann Bobby Fischer. Aðgangseyrir 500 krónur en frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

19:15 - 21:00 Selfoss - FH

Stórleikur í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu þar sem Selfyssingar taka á móti FH á Selfossvelli. Þetta verður spennandi . Áfram Selfoss!

20:00 – 23:00 Gömlu dansarnir

Dansleikur með danshljómsveitinni Klassik í betri stofunni á veitingastaðnum Eldhúsið við Tryggvagötu 40. Þema kvöldsins er gömludansarnir ásamt vinsælum lögum fyrri tíma. Klassik er mörgum af góðu kunn en hún spilar fyrir félag eldiborgara í Reykjavík og hina ýmsu dansklúbba. Hljómsveitina skipa Smári Eggertsson og Haukur Ingibergsson . Húsið opnar kl. 19:30 og ballið byrjar kl. 20:00. Dansað verður til 21:30 en þá verður boðið uppá kaffi og kökur. Aðgangseyrir er 1.499 kr á mann.

20:30 – 23:00 DJ Devil í Zelsíuz

DJ Devil þeytir skífum á balli fyrir 8.-10. bekk í félagsmiðstöðinni Zelsíuz. Húsið opnar kl. 20:30 og það kostar 200 krónur inn. Allir að mæta í ztuði!

21:00 Tryggvaskáli

Harmónikkuball í Tryggvaskála. Færustu harmónikkuspilarar Suðurlands koma saman og slá upp dansleik. Láttu þig ekki vanta á einn skemmtilegasta viðburð hátíðarinnar.

20:00 - 23:00 Suðurlandsskjálfti 2013

Sonus viðburðir í samvinnu við Vodafone og Sumar á Selfossi standa fyrir underground tónleikum í stóra tjaldinu. Margar af efnilegustu hljómsveitum landsins munu spila á tónleikunum í bæjargarðinum. Hljómsveitirnar The Vintage Caravan, Dimma, Grísalappalísa, RetRoBot, Glundroði og Vídalín munu trylla lýðinn. Í fyrra mættu 300 manns á svakalega tónleika. Tónleikarnir hefjast kl 20:00. Húsið opnar kl 19:00. Ókeypis aðgangur og veitingasala á staðnum. Láttu þig ekki vanta!

22:00 Pöbbarölt. Góð stemmning á veitingastöðum bæjarins. Happy hour kl 21-23 á 800BAR Café-Bistro. Lifandi tónlist á Fróni. Kaffi Krús í góðum gír.

 

Skráð af Menningar-Staður