Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.08.2013 06:39

Gengið um slóðir ljósmóður á Eyrarbakka

Heyannir við Húsið á Eyrarbakka.

 

Gengið um slóðir ljósmóður á Eyrarbakka

 

Ljósmóðirin Þórdís Símonardóttir hefur löngum vakið athygli margra enda saga hennar einkar merkileg.

Söguganga um slóðir hennar verður því farin frá Húsinu á Eyrarbakka, sem reist var árið 1765, næstkomandi laugardag, 10. ágúst 2013, klukkan 15. Lagt er upp með að hafa gönguna létta og skemmtilega en hún mun að öllum líkindum taka um klukkustund.

Það er sagnfræðingurinn Eyrún Ingadóttir, höfundur bókarinnar Ljósmóðurinnar, sögulegrar skáldsögu um Þórdísi Símonardóttur, sem mun rölta með föruneyti um Bakkann og segja frá húsum og fólki sem tengdist lífi ljósmóðurinnar. Svæðið er mettað af sögu en Húsið var til að mynda íbúðarhús kaupmanna í nær tvær aldir og eitt helsta menningarsetur landsins þann tíma.

Öllum er velkomnið að slást í för með henni og er aðgangur ókeypis.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 9. ágúst 2013 

 

Eyrarbakkakirkja og séð að Húsinu.

 

 

Skráð af Menningar-Staður