Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.08.2013 21:34

Gestir af Reykjanesi á Menningar-Stað á Eyrarbakka í gær, 8. ágúst 2013

Steingrímur Jónasson og Ásmundur Friðriksson.

 

Gestir af Reykjanesi á Menningar-Stað á Eyrarbakka í gær, 8. ágúst 2013

 

Meðal þeirra fjölmörgu gesta sem komu við í Félagsheimilinu Stað, Menningar-Stað á Eyrarbakka í gær, fimmtudaginn 8. ágúst, voru rúmlega 30 gestir af Suðurnesjum.  

Þetta var skemmtiferð vistmanna og starfsfólks Bjargarinnar, sem er Geðræktarstöð Suðurnesja, og var farið víða um  Suðurlandsundirlendi.

Skemmtiferðin var í boði Skötumessunnar í Garði sem haldin var nú í júlí til styrktar þessari stofnun. Farastjórar voru  Ásmundur Friðriksson og Theódór Guðbergsson skötumeistarar.

Hópurinn var boðinn í mat á Sólheimum í hádeginu. Þaðan var farið í ferðamannafjósið í Efsta Dal.

Komið við á Menningar-Stað á Eyrarbakka í kaffi og kleinur.

Kvöldmatur var borðaður á Svarta-Sauðnum í Þorlákshöfn.

Síðan ekið um Suðurstrandaveginn á Reykjanesið með Sævari Baldurssyni rútubílstjóra.

 

Myndaalbúm frá viðkomunni á Menningar-Stað er komið í albúm hér á síðunni.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/251196/

 

Nokkrar myndir hér:

F.h.: Siggeir Ingólfsson og Theódór Guðbergsson.

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður