Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.08.2013 21:58

Ný söguskilti vígð á morgun, laugardaginn 10. ágúst 2013, á Eyrarbakka og Selfossi

 

 

Söguskiltin við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka. Ljósm.: Ingvar Magnússon.

 

 

 

Ný söguskilti vígð á morgun, laugardaginn 10. ágúst 2013,

á Eyrarbakka og Selfossi

 

Sveitarfélagið Árborg í samstarfi við Héraðsskjalasafn Árnesinga hafa gert ný söguskilti sem fara upp í mibæjargarðinn á Selfossi á móts við Ölfusárbrú sem og við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

Formleg opnun skiltanna verður á Selfossi kl.10:30 á morgun laugardaginn 10. ágúst og á Eyrarbakka kl.13:00 við Stað.

Áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér skiltinn en þau segja öll hluta af merkri sögu svæðisins.

Af: www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður