Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.08.2013 20:35

Heimsmeistarinn Magnús Skúlason frá Eyrarbakka ver báða titla á Hraunari frá Efri-Rauðalæk

Eyrbekkingurinn Magnús Skúlason.

 

Heimsmeistarinn Magnús Skúlason frá Eyrarbakka

ver báða titla á Hraunari frá Efri-Rauðalæk

 
 

Eyrbekkingurinn Magnús Skúlason varði heimsmeistartitil sinn á Hraunari frá Efri-Rauðalæk í dag með 7,93 í aðaleinkunn.

Þeir félagar skoruðu hæst fyrir skeið, 8,50, og aðrar gangtegundir einnig jafnar og góðar.

 

Magnús keppir fyrir Svíþjóð enda búsettur þar lengi. Hann hefur hins vegar verið þjálfari hjá þýska liðinu síðustu tvö ár.

 

Í öðru sæti varð Sigursteinn á Skugga frá Hofi og Julie Christiansen þriðja. Jakob og Alur frá Lundum duttu niður í fjórða sæti.

 

 

Magnús Skúlason.

 

Skráð af Menningar-Staður