Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.08.2013 13:39

Hænsnfuglabrúðkaup á Eyrarbakka

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ólöf Helga Haraldsdóttir og Óðinn Andersen.

 

Hænsnfuglabrúðkaup á Eyrarbakka

 

Meðal atriða á Aldamótahátíðinni á Eyrarbakka á laugardeginum 10. ágúst  2013 var fegurðarsamkeppni hænsnfugla.

Sigurvegarar voru haninn  Tóti  sem Ólöf Helga Haraldsdóttir á og hænan  Dorrit  sem Óðinn Andersen á.

 

Sigurvegararnir voru síðan gefin saman í borgaralegt hjónaband hænsnfugla og það gerði Siggeir Ingólfsson, hreppstjóri Eyrbekkinga, samkvæmt sérstöku leyfi sóknarprestsins, séra Sveins Valgeirssonar.

 

Þessu voru gerð góð skil á fréttum Stöðvar-2 eins og hér má sjá:

Smella á þessa slóð: http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVEC33A5B7-DB76-4EFD-AA13-BE487F26A102

 

F.v.: Magnús Hlynur Hreiðarsson, Anna Árnadóttir, Ólöf Helga Haraldsdóttir, Siggeir Ingólfsson og Óðinn Andersen.

 

Skráð af Menningar-Staður