Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.08.2013 10:38

Bakkinn - Alþýðutónlistarhátíð á Eyrarbakka

 

 

Bakkinn - Alþýðutónlistarhátíð á Eyrarbakka

 

 

Haldin verður alþýðu- og hljómbær tónlistarhátíð á Eyrarbakka 15 .- 18. ágúst nk.

 

Koma munu fram hinir ýmsu alþýðutónlistarmenn þessa lands sem og erlendis frá.

Tónleikar verða haldnir á nokkrum stöðum á Eyrarbakka, og má búast við nánu og notalegu andrúmslofti um allan bæ. Einnig verður andlegur markaður í Óðinshúsi í boði Kailash og Tehússins.

 

Tónleikar verða í Merkigili, Eyrarbakkakirkju, Húsinu, Sjóminjasafninu og á Rauða húsinu.  

Tónlistarfólkið sem kemur fram eru: Ragnheiður Gröndal, Hafdís Huld, Svavar Knútur, UniJon, Kristjana Stefáns, Owls of the swamp(Au), Phia(Au), Mez Medallion(Au), Róa, Ómar Diðriks & Sveitasynir, Kiss the Coyote, My Sweet Baklava, Aragrúi, Skúli Mennski, Þjóðlagasveitinn Korka, Halli Reynis, Jakob Viðar, Blágresi, Bellstop, Hjalti Þorkelsson, Jóhannes Erlingsson, Jónína Aradóttir, Kítón, Ragnheiður Blöndal og Jón Ágúst, Blokkflautukvartett Rangæinga og Karítas og Kallarnir.

Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög eru vel þegin. Allar nánari upplýsingar má nálgast á: http://bakkinn.com/

 

Dagskrá:

Dagskraloka