Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.08.2013 22:34

Menntarmálaráðherra eflir fiskitækni

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra t.h. og Ólafur Þór Jóhannsson, formaður stjórnar Fisktækniskóla  Íslands, takast í hendur.

 

Menntarmálaráðherra eflir fiskitækni

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Ólafur Þór Jóhannsson, formaður stjórnar Fisktækniskóla  Íslands, undirrituðu samning til eins árs um kennslu í fisktækni í tilraunaskyni. Um er að ræða kennslu í fiskvinnslu, fiskveiðum og fiskeldi samkvæmt námsbrautarlýsingum í skólanámskrá, sem samþykkt var af ráðuneytinu 2012. Kennslan fer að mestu fram í Grindavík en einnig er unnið að uppbyggingu náms í fisktækni víða um landið í samstarfi við heimamenn á hverjum stað. Jafnframt er í samningnum gert ráð fyrir að skólinn þrói námsbrautir á sviði fisktækni og standi að kynningum á námi í fisktækni í samstarfi við framhaldsskóla og framhaldsfræðsluaðila.  30 nemendur munu stunda nám við skólann í Grindavík í haust.

Fisktækniskóla Íslands  í Grindavík var komið á fót á vordögum 2010 og hefur það að markmiði að bjóða grunnnám á sviði veiða (hásetanám), fiskvinnslu og fiskeldi á framhaldsskólastigi ásamt endurmenntun fyrir starfandi fólk. Þá mun skólinn bjóða nám í netagerð (veiðafæragerð) á grundvelli samstarfssamnings við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Skólinn er afurð samstarfs Grindavíkurbæjar, fyrirtækja og stéttarfélaga á Suðurnesjum á sviði veiða, vinnslu og fiskeldis.  Einnig Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, fræðsluaðila og einstaklinga á Suðurnesjum sem tóku sig saman og stofnuðu félag til að efla menntun og fræðslu á Íslandi á sviði veiða, vinnslu og fiskeldis.

 

Skráð af Menningar-Staður