Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.08.2013 13:31

Vill hafa kanínur frjálsar í náttúrunni

skuli.JPG

Skúli Steinsson hestamaður á Eyrarbakka

 

Vill hafa kanínur frjálsar í náttúrunni

 

Hesthúsaeiganda á Eyrarbakka þykir gaman að kanínum sem lifa frjálsar í náttúrunni og vill ekki að þeim verði fækkað um of. Til að sporna við offjölgun veiðir hann þó sjálfur nokkrar á ári og nýtir til matar.

Í hesthúshverfinu á Eyrarbakka er að finna ýmis dýr eins og páfagauka, hænur og dúfur. Þeim til viðbótar hafa líka kanínur, sem lifa frjálsar, gert sig heimakomnar við hesthúsin. „Mér finnst það besta byrjun á deginum þegar ég kem hingað á morgnana, að gefa kanínunum, dúfunum og hænunum og sit síðan í miðjunni í slökun. Það er alveg yndislegt,“ segir Skúli Steinsson, hesthúsaeigandi á Eyrarbakka. 

Unnið hefur verið að fækkun kanína í Árborg og hafa um 130 verið drepnar nýverið. Skúli segir að sjálfsagt geti kanínurnar valdið óskunda í þéttbýlinu en öðru máli gegni með hesthúsahverfið. Hann segir að þær skemmi ekkert, grafi kannski eina og eina holu. 

Skúli vill alls ekki að kanínurnar hverfi alveg, þó líklega sé rétt að halda þeim í skefjum. „Til dæmis í haust þá tókum við á milli tíu og tuttugu og síðan voru þær bara réttur kvöldsins svona af og til, mikið góður matur. Mjög góður matur. Ég líka ét allt sem að kjafti kemur og vill prófa allt og hef gaman að því,“ segir Skúli. Eins segir hann að kanínum fækki talsvert í kuldanum á veturna. „Þær fjölga sér á vorin og það er ægilega gaman þegar ungarnir koma skríðandi undan kofunum hingað og þangað, ægilega gaman að því.“

 

Hér má sjá frétti RUV:  http://www.ruv.is/frett/vill-hafa-kaninur-frjalsar-i-natturunni

 

Skráð af Menningar-Staður