Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

15.08.2013 06:50

Rakarastofa Björns og Kjartans 65 ára í dag - 15. ágúst 2013

Björn Ingi Gíslason klippir Rúnar Eiríksson á Eyrarbakka þann 19. júní 2005.

 

 

Rakarastofa Björns og Kjartans 65 ára í dag - 15. ágúst 2013

Í dag 15 ágúst eru liðin 65 ár síðan faðir fjölskyldunnar Gísli Sigurðsson rakari frá Króki í Ölfusi steig það heillaspor að flytjast á Selfoss og opna rakarastofu, sem enn starfar með giftu og gleði afkomenda hans, gamla ref honum Bjössa rak og sonunum tveimur.

Þökkum frábærum viðskiptamönnum samleiðina og trygg viðskipti, án ykkar væri þetta allt saman ómögulegt.

Góðar stundir.

Rakarastofa Björns og Kjartans á Selfossi.

 

 

Rúnar Eiríksson í slipp á Selfossi

Í málfari Hrútavina og Vitringa er talað um að fara í slipp þegar farið er í klippingu. Grunnur þessa liggur í beitingaskúramenningu vestur á Flateyri.

Þegar Rúnar Eiríksson fór í klippingu bjá Birni Inga Gíslasyni á Selfossi þann 19. júni 2006 var Björn Ingi Bjarnason á staðnum og færði til myndar.

Þetta mun vera fyrsta stefnumótunarstund Rúnars Eiríkssonar og Björns Inga Bjarnasonar en þær hafa verið margar og farsælar síðan.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður