Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.08.2013 18:09

Svanborg Oddsdóttir - Fædd 12. maí 1948 - Dáin 30. júlí 2013 - Minning

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Svanborg Oddsdóttir.

 

Svanborg Oddsdóttir -  Fædd 12. maí 1948 - Dáin 30. júlí 2013 - Minning

 

Svanborg Vigdís Oddsdóttir fæddist 12. maí 1948 á Akranesi. Hún lést á Spáni 30. júlí 2013.

Foreldrar hennar voru Vigdís Þorgerður Runólfsdóttir, f. 23. september 1920, d. 12. apríl 1985, og Oddur Óskar Magnússon, f. 28. júní 1907, d. 14. júní 1967.

Systkini Svanborgar eru Magnús, f. 4. apríl 1947, Rún Elfa, f. 13. júní 1951, Þórunn Drífa, f. 13. júní 1951, og Gerður Ósk, f. 16. janúar 1960.

Svanborg giftist Jóni Bjarna Stefánssyni, f. 29. nóvember 1945, 15. ágúst 1970. Börn þeirra eru; 1) Oddrún Bylgja, f. 10. ágúst 1967. Börn hennar eru Teitur, f. 5. maí 1989, sonur hans er Ingvi, f. 12. september 2010, og Svanborg, f. 19. október 2004. 2) Stefán Þór, f. 20. júlí 1971, kvæntur Evu Bryndísi Helgadóttur, f. 19. maí 1972. Börn þeirra eru Oddur, f. 14. október 2001, og Ari, f. 1. ágúst 2006. 3) Vignir, f. 5. september 1973, kvæntur Maríu Fjólu Harðardóttur, f. 25. desember 1975. Börn þeirra eru Hörður Óli, f. 15. september 2004, og Patrekur Logi, f. 16. júní 2008.

Eftir uppvaxtarár á Akranesi fór Svanborg í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi árið 1970. Það ár fluttist hún á Eyrarbakka og hóf störf sem kennari við Barnaskólann á Eyrarbakka. Hún starfaði sem kennari við skólann nánast óslitið til dauðadags. Samhliða kennarastarfinu tók Svanborg virkan þátt í rekstri þeirra fyrirtækja sem Jón Bjarni stýrði auk þess sem hún var virk í ýmiss konar félagsstörfum s.s. fyrir Kvenfélag Eyrarbakka og Sóknarnefnd Eyrarbakkakirkju. Svanborg var auk þess kosin til ýmissa trúnaðarstarfa s.s. í kjörstjórn kjördeildarinnar á Eyrarbakka sem hún átti sæti í um langt árabil.

Útför Svanborgar fór fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, 16. ágúst 2013

Morgunblaðið föstudagurinn 16. ágúst 2013

 

Kjörstjórnin á Eyrarbakka við alþingiskosningarnar þann 27. apríl 2013.

F.v.: Lýður Pálsson, Svanborg Oddsdóttir og María Gestsdóttir.

Um dyravörslu sá Siggeir Ingólfsson sem stendur að baki kjörstórnar á myndinni.

 

Skráð af Menningar-Staður