Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

18.08.2013 07:32

Drjúg dagsverk við Menningar-Stað í gær

Siggeir Ingólfsson - Geiri á Bakkanum.

 

Siggeir Ingólfsson og Ottó Rafn Halldórsson.

 

Drjúg dagsverk við Menningar-Stað í gær

 

Framkvæmdir við útsýnispallinn á sjóvarnargarðinn við Félagsheimilið-Stað, Menningar-Stað á Eyrarbakka gengu glimrandi vel í blíðunni á Eyrarbakka í gær.

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað, var kominn til verka við fyrsta hanagal á Bakkanum.

Síðan komu til verka:

Ottó Rafn Halldórsson úr Þorlákshöfn, Elías Ívarsson á Eyrarbakka og SigurðurJörundsson úr Reykjavík.

 

Mjög góður gangur var í verkinu og er búið að klæða hálfa leið upp skábrautina og millipallinn þar sem jafnframt er svið fyrir opinn og skjólgóðan sal sem þarna verður til í húskverkinni. Þá er handriðið á útsýnispallin langt komið.

Siggeir Ingólfsson þakkar kærlega þessa frábæru aðstoð í gær og einnig þeirra annara sem lagt hafa nálinu lið á undanförnum vikum með einum eða öðrum hætti.

 

Menningar-Staður færði til myndar síðdegis í gær:

 

F.v.: Elías Ívarsson, Siggeir Ingólfsson og Ottó Rafn Halldórsson.

 

Elías Ívarsson.

 

Siggeir Ingólfsson og Sigurður Jörundsson.

 

Siggeir Ingólfsson og Sigurður Jörundsson við millipallinn á skábrautinni.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður