Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

18.08.2013 21:14

Frá Markaðsstofu Suðurlands

 

Frá Markaðsstofu Suðurlands 

 

Ágætu samstarfsaðilar,

Við hjá Markaðsstofu Suðurlands erum farin að huga að vetri og ætlum að blása miklu lífi í vefsíðuna Winterwonderland.is.

Til stendur að efla kynningarstarf á vetrarríki Suðurlands og auka vitund fólks á ferðaþjónustu yfir vetrartímann. Vefsíðan mun taka einhverjum breytingum varðandi útlit og uppsetningu en skapa á gagnvirka vefsíðu með lifandi, fræðandi, fjölbreyttu og áhugaverðu efni sem vekur umtal og áhuga fólks. Samræma á vefsíðuna samfélagsmiðlum og skapa þannig vettvang fyrir frekari útbreiðslu á vetrarferðajónustu á Suðurlandi.

Góð heimasíða er nauðsynlegt að virkja alla og þar kemur hlutur samstarfsaðila sterkt fram. Svo hægt sé að halda úti lifandi og áhugaverðri vefsíðu þá vildum við leita til ykkar, ágætu samstarfsaðilar, um að upplýsa okkur um hvers konar viðburði og uppákomur sem eru á ykkar vegum eða standa ykkur nærri. Þannig má koma þeim viðburðum á framfæri á vefsíðunni og vekja ferkari athygli á þeim. Engar hömlur eru á hvers konar viðburði er um að ræða, þeir geta verið stórir sem smáir. Aðalatriðið er að koma viðburðinum eða uppákomununi á framfæri og vekja frekari athygli almennings á þeim.

 

Kær kveðja

Guðmundur Fannar Vigfússon

verkefnastjóri  

gudmundur@south.is

Sjá:   http://winterwonderland.is./

http://www.markadsstofa.is/

 

 

Skráð af Menningar-Staður