Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

19.08.2013 20:58

1.841 gestur kom á útsýnispallinn við Stað

Gestir við ústsýnispallinn sem verið er  að byggja á sjóvarnagarðinum við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

 

1.841 gestur komu á útsýnispallinn við StaðUpplýsingamiðstöðin sem starfrækt er í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka,  Menningar Stað -  framkvæmdi á dögunum talningu á fjölda þeirra gesta sem fóru upp á útsýnispallinn sem verið er að byggja á sjóvarnargarðinn.

 

Talningin stóð í 7 daga og var talið frá kl. 8:00 að morgni til kl. 17:00 sem er venjulegur opnunartími upplýsingamiðstöðvarinnar.

1.841 gestur fór upp á útsýnispallinn þessa 7 daga.

Þetta er að meðaltali 263 á dag eða 29 á hverri klukkustund sem talningin stóð yfir.

 

Flestir komu gestirnir síðan við í upplýsingamiðstöðinni í spjall og kaffisopa og notuðu hina ágætu WC-aðstöðu sem þarna er.

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður