Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.08.2013 06:23

Ellen og Eyþór syngja og spila saman í Merkigili

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Samstíga.

Hjónin og tónlistarfólkið Ellen og Eyþór hafa átt samleið í áratugi, í einkalífi og tónlistinni.

 
 

Ellen og Eyþór syngja og spila saman í Merkigili

 

 

Söngvaskáldin Uni & Jón Tryggvi bjóða til tónleika á heimili sínu Merkigili á Eyrarbakka næstkomandi föstudagskvöld 23. ágúst kl 20.

 

Þá ætla hjónin og tónlistarfólkið Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson að kíkja í heimsókn í Merkigil og þau ætla að halda uppi notalegri stemningu á sumarkvöldtónleikum fyrir gesti og gangandi.

 

Ellen og Eyþór þarf vart að kynna, svo lengi hafa þau starfað að tónlist sinni og verið með þjóðinni. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og frítt er inn, en frjáls framlög vel þegin.

 

Nánari upplýsingar á netfanginu unijon@unijon.com og á heimasíðunni http://unijon.com/

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 21. ágúst 2013

 

 

Frá tónleikum í Merkigili á dögunum.

 

 

Skráð af Menningar-Staður