Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.08.2013 15:12

Sundlaugin á Stokkseyri 20 ára fimmtudaginn 29. ágúst 2013

Hrútavinurinn Guðmundur Gestur Þórisson var umsjónarmaður Sundlaugar Stokkseyrar í nokkur ár.

 

 Sundlaugin á Stokkseyri 20 ára fimmtudaginn 29. ágúst 2013

 

Í tilefni af 20 ára afmæli sundlaugarinnar á Stokkseyri fimmtudaginn 29. ágúst nk. verður boðið upp á afmælisköku og tónlist í sundlauginni þennan daginn.

Sundlaugin er opin frá kl. 16:30 – 20:30 en frítt er í sund á Stokkseyri í tilefni afmælisins.

Fyrstu sundlaugaverðirnir í sundlaug Stokkseyrar mæta á svæðið og rifja upp gamla takta. Allir eru velkomnir.

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar

 

 

Ýmsar upplýsingar frá Sundlaug Stokkseyrar um árið 2005 í tíð Guðmundar Gests Þórissonar.

 

Skráð af Menningar-Staður