Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.08.2013 21:31

Ritstjórnarfundur í Menningar-Sellu

Á fundinum var drukkið Límonaði og Sinalco með Prins-Poló.

 

Ritstjórnarfundur í Menningar-Sellu

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, mætti í kvöld til fundar í ritstjórn vefmiðilsins Menningar-Staður sem er mannlífs- og menningarmiðill þess sem þörf er á og tengist mannlífi og menningu svæðisins með einum eða öðrum hætti.

 

Síðasta vika og þessu helgi hefur verið fjölbreytt í starfsemi Félagsheimilisins Staðar -  Menningar-Staðar.

 

Margþætt stefnumótun fór fram á fundinum

 

Skagfirðingurinn og Eyrbekkingurinn í Hveragerði Kristján Runólfsson hefur ort um þessa fundi:

 

Margt er að gerast til menningarauka,
mörg eru járnin í eldinum heit,
alltaf er Geiri í ýmsu að bauka,
ærna með visku í hugarins reit.

 

 

Fundurinn var fyrir luktum dyrum og sér Siggeir Ingólfsson til þess að svo væri

 

Skráð af Menningar-Staður