Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.08.2013 19:52

Hemmi Gunn í aðalhlutverki nýrrar bókar

 

Hemmi Gunn í aðalhlutverki nýrrar bókar

 

Annað hefti í nýjum flokki ritraðarinnar Mannlíf og saga fyrir vestan, kemur út um helgina. Það er Vestfirska forlagið sem gefur ritröðina út. Í fyrsta hefti ritraðarinnar voru 20 bækur.

Í nýjasta heftinu er Hermann heitinn Gunnarsson, eða Hemmi Gunn, aðal söguhetjan. „Hann dvaldi mikið hér fyrir vestan eins og mörgum er kunnugt. Enda átti hann vinum að mæta á ættarslóðum, með fóstru sína í fararbroddi. Að öðru leyti er þetta hefti stútfullt af allskonar efni. Bæði af léttara og alvarlegra tagi. Sem sagt: Vestfirðingar í blíðu og stríðu, lífs og liðnir,“ segir í bókalýsingu. 

Hallgrímur Sveinsson hjá forlaginu segir mikið í gangi hjá þeim þessa dagana og að sjálfsögðu verði forlagið með í jólabókaflóðinu sem ekki er langt í. 

Hermann Gunnarsson á heimaslóð í Haukadal í Dýrafirði.

 

 

Skráð af Menningar-Staður