Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.08.2013 19:43

Fjölmenni í sundlaugarafmæli á Stokkseyri

Birkir, Aðalbjörn, Grétar og Guðmundur voru allir mættir í afmælisveisluna. Ljósmynd/Bragi Bjarnason

 

Fjölmenni í sundlaugarafmæli á Stokkseyri

 

Í gær fimmtudaginn 29. ágúst var haldið upp á 20 ára afmæli sundlaugarinnar á Stokkeyri. Frítt var í sundlaugina í tilefni dagsins og nýtti fjöldi fólks sér tækifærið og kíkti í heitu pottana og fékk sér afmælisköku.

 

Nokkrir gamlir sundlaugarverðir sem hafa starfað við laugina í gegnum tíðina rifjuðu upp gamla takta en Birkir Pétursson og Aðalbjörn Baldursson voru fyrstu sundlaugaverðirnir í sundlauginni þegar hún var opnuð árið 1993.

Guðmundur Gestur Þórisson sá um sundlaugina til fjölda ára en hann hætti árið 2006. Birkir og Aðalbjörn komu einnig að smíði laugarinnar. Grétar Zóphaníasson var sveitastjóri Stokkseyrarhrepps á þessum tíma og studdi ákvörðun um smíði laugarinnar.

Boðið var upp á veglega afmælisköku og Anton Guðjónsson spilaði fyrir gesti á sundlaugarbakkanum.

 

 

Af: www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður