Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.08.2013 11:13

Rut Magnúsdóttir - Fædd 18. apríl 1928 - Dáin 18. ágúst 2013 - Minning

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Rut Magnúsdóttir.

 

Rut Magnúsdóttir - Fædd 18. apríl 1928 - Dáin 18. ágúst 2013 - Minning

 

Rut Magnúsdóttir fæddist í München 14. apríl 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi 18. ágúst 2013.

Foreldrar Rutar voru Maximilliam Barbara Gröschl, bóndi og ráðunautur, f. 27. október 1897, d. 24. desember 1978, og Irma Maria Gröschl barnahjúkrunarkona, f. 20. mars 1900, d. 1. júní 1985.

Rut átti tvær systur, Juttu Gröschl, f. 3.1. 1930, d. 31.7. 1937, og Ulrike von Maltsahn, f. 13.3. 1945.

Rut giftist Níls Ólafssyni, f. 26.2. 1932, frá Austur-Ögðum, Noregi.

Börn þeirra eru: 1) Lísbet, f. 14.1. 1957, gift Ragnari Gíslasyni, f. 17.3. 1956, börn þeirra eru a) Linda Rut, f. 12.8. 1975, gift Eyþóri Björnssyni, f. 25. 11. 1972, börn þeirra eru Karítas Birna, f. 1.8. 1999, Ævar Kári, f. 5.12. 2005, og Aníta Ýrr, f. 13.3. 2009. b) Gísli Einar, f. 22.1. 1985. c) Jóna Þórunn, f. 16.10. 1986. 2) Ólafur, f. 16.6. 1958.

Rut ólst upp hjá foreldrum sínum, systrum og föðurömmu við bústörf í sveitinni Oberhof Hubertus í Würmdal í Bæjaralandi, þar sem faðir hennar ræktaði Haflinger-hesta. Tónlist var Rut í blóð borin og fékk hún snemma að æfa sig á orgel. Rut gekk í barnaskóla sem nunnurnar í dalnum ráku og frá 12 ára aldri gekk hún í menntaskóla í München. Eftir menntaskólanám vann Rut á garðyrkjustöð í Nörlingen, þá var hún einnig við nám í orgelleik hjá Georg Kemp. Hafði hún þar með höndum starf forfallaorganista í víðáttumikilli sveit með um þrjátíu kirkjum. Árið 1952 las Rut við háskólann í Göttingen, jafnframt stundaði hún nám í orgelleik í Hannover.

Vorið 1955 kom Rut til Íslands til vinnu í garðyrkjustöðinni Fagrahvammi í Hveragerði auk þess að safna íslenskum jurtum sem hún pressaði fyrir jurtasafn háskólans í Göttingen. Söfnunin byggðist á samfélagsfræði jurtanna (Pflanzensoziologie).

Haustið 1955 kynntist Rut tilvonandi eiginmanni sínum Níls, þar sem hann kom til starfa sem fjósameistari að Þórustöðum í Ölfusi. Þau bjuggu og unnu á Þórustöðum þar til þau keyptu jörðina Sólvang við Eyrarbakka árið 1963. Á Sólvangi bjuggu þau með blandaðan búskap í 38 ár eða til 1. júní 2001.

Rut hóf að syngja með kirkjukór Eyrarbakkakirkju árið 1963 og tók svo við organistastarfinu ári síðar. Hún var organisti og kórstjóri frá 1964-1993. Rut kom á fót stúlknakór við kirkjuna auk þess að taka þátt í öllu barnastarfi hennar. Rut kenndi við Tónlistarskóla Árnessýslu á Eyrarbakka og Stokkseyri, einnig kenndi hún tónlist og hljóðfæraleik á barnaheimilinu Kumbaravogi í nokkur ár.

Síðustu tólf árin bjuggu Rut og Níls í Fosstúni 23 á Selfossi, þar sem Rut ræktaði garðinn sinn.

Útför Rutar fórr fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 28. ágúst 2013.

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 26. ágúst 2013

 

Skráð af Menningar-Staður