Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

31.08.2013 06:39

31. ágúst 1919 - Jóhann Sigurjónsson lést

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Jóhann Sigurjónsson.

 

31. ágúst 1919 - Jóhann Sigurjónsson lést

 

Jóhann Sigurjónsson skáld og rithöfundur lést, 39 ára. Hann bjó lengst af í Danmörku og samdi leikrit, t.d. Fjalla-Eyvind og Galdra-Loft, en orti einnig ljóð, m.a. Sofðu unga ástin mín, Bikarinn og Sorg, sem er talið fyrsta óbundna ljóðið á íslensku.

Minnisvarði um Jóhann var afhjúpaður á Laxamýri í Þingeyjarsýslu á aldarafmæli skáldsins, 1980

 

Þegar 50 ár voru liðin frá andláíi Jóhanns Sigurjónssonar skálds og var afhjúpaður minnisvarði úr íslenzku stuðflabergi á Ieiði hans í Vesterkirkjugarði í Kaupmannahöfn. Minnisvarðinn er myndaður af þrem stuðlabergssteinum og mið-steinninn hæstur en tveir lægri steinar á hvora hlið honum.

Ber miðsteinninn efitirfarandi áletrun:

DIGTEREN

JOHANN SIGURJÓNSSON

LAXAMÝRI — ISLAND

F. 19.6. 1880

D- 30.8- 1919

OG HANS HUSTRU

INGEBORG

F. 30-10. 1872

D. 17.11. 1934

REJST AF DET

ISLANDSKE FOLK"

 

Jóhann Sigurjónsson (1880-1919)

 

Jóhann Sigurjónsson fæddist á Laxamýri í S-Þingeyjarsýslu 19. júní 1880. Laxamýri var stórbýli á þeim tíma og ólst Jóhann upp við góðan aðbúnað yngstur í átta systkinahópi. Eftir nám í Lærða skólanum hélt Jóhann til Kaupmannahafnar árið 1899 til að stunda nám í dýralækningum. Hann hvarf frá því námi og sneri sér alfarið að ritstörfum. Hann einbeitti sér nú að skrifa leikrit en í Lærða skólanum var hann farinn að skrifa töluvert, einkum ljóð. Þekktustu leikrit Jóhanns eru Fjalla-Eyvindur og Galdra-Loftur. 
Jóhann átti sér einnig annað áhugamál utan skáldskaparins en það var að finna upp nýja hluti. Eitt frægasta dæmið er ryklokið sem hann hannaði fyrir ölkrúsir og áttu að varna því að óhreinindi og flugur kæmust í bjórinn. Fékk hann einkaleyfi fyrir framleiðslu þeirra og framleidd voru 10 þúsund ryklok. En ekki urðu vinsældir miklar. Jóhann lést tæplega fertugur og var mörgum harmdauði. 

 

Allt sem þú gjörir

það gjör þú skjótt 

Allt sem þú gjörir það gjör þú skjótt,

gleðinnar blómrósir visna fljótt

ef hugsunin fer um þær fingrum sínum.

Og þú sem átt æskunnar afl og fjör;

óreynda kraftana og heita vör,

hugsaðu ei tímann úr höndum þínum. 

 

Jóhann Sigurjónsson (Ljóðabók, 1994) 

 

Jóhann Sigurjónsson

Það varð Jóhanni Sigurjónssyni sem skáldi mikil örvun að flytjast til Kaupmannahafnar, þar sem hann komst í snertingu við ýmsa nýjustu strauma listanna. Hann hafði ort mikið á námsárum sínum í Reykjavík og var staðráðinn að verða ljóðskáld bæði á íslensku og dönsku. Hann tók miklum framförum á fyrstu Hafnarárum sínum, en segja má að blómaskeið hans sem ljóðskálds hafi einkum verið á árunum frá 1905 til 1910.

 

Jóhann Morgunblaðið laugardagurinn 31. ágúst 2013 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson  og fleira.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

__________________________________________________________________

Hamraborgarhátíð - laugardagurinn 31. ágúst 2013

 

Eyrbekkingurinn Sigríður Ingibjörg Hannesdóttir á Cafe Catalina í Hamraborginni í Kópavogi.