Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

01.09.2013 23:25

Fjöldi fólks og frábært kvöld hjá Kiriyama Family

Kiriyama Family eru hér að flytja aftur fyrsta lagið sem þér léku opinberlaga fyrir 5 árum,  Við gengum tvö.  F.v: Guðmundur Geir Jónsson, Víðir Björnsson, Karen Dröfn Hafþórsdóttir, gesta söngkona, Bassi  Ólfsson, Björn Kristinsson sem er gestaleikari sveirarinnar á saxafón, Karl Magnús Bjarnarson og Jóhann Vignir VIlbergsson.

 

Fjöldi fólks og frábært kvöld hjá Kiriyama Family

 

Hljómsveitin Kiriyma Family voru með tónleika í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka sunnudaginn 25. ágúst sl. Fjöldi fólks sótti tónleikana og var frábær stemmning.

Meðal tónleikagesta voru 30 Norðmenn frá Vestfold fylki  sem voru á Suðurlandi í menningarferð og höfðu áður komið á sýningu til Elfars Guða Þórðarsonar listmálara á Stokkseyri. Í upphafi var farið yfir feril hljómsveitarinnar NilFisk í myndum, tónum og  tali en grunnur Kiriyama Family liggur að 3/5 þar.

Dagsetning tónleikana nú var vegna þess að 10 ár voru frá samfundum NilFisk og Foo Fighters á Stokkseyri eins og frægt er í poppsögunni Kiriyama Family léku m.a. lög sem eru á geisladiski þeirra er kom út á síðasta ári og skoraði hátt.

Einnig nýtt efni sem verður á næsta geisladiski þeirra sem er í mótun. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá ánægðum tónleikagesti.

Dagskráin - Fréttablað á Suðurlandi greinir frá.

 

 Skráð af Menningar-Staður