Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

01.09.2013 06:44

Góðir gestir á Menningar-Stað

Geiri á Bakkanum og Gorbi taka á móti Ingva Rafni Sigurðssyni.

 

Góðir gestir á Menningar-Stað

 

Meðal þeirra gesta sem komu við í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, Menningar-Stað í gærmorgun var Ingvi Rafn Sigurðsson í Húsasmiðjunni á Selfossi.

 

Ingvi Rafn var m.a. að kanna aðstæður á Menningar-Stað vegna starfsmannateitis Húsasmiðjunnar um kvöldið.

Húsasmiðjan á Selfossi hefur stutt kröftuglega við framkvæmdirnar á útsýnispallinum á sjóvarnargrðinum við Félagsheimilið Stað. Fögnuður fylgir því komu starfsmanna Húsasmiðjunnar á Selfossi til Eyrarbakka.

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Ingvi Rafn Sigurðsson. Hrúturinn Gorbi fylgist með.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.