Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.09.2013 06:34

Björn Ingi Gíslason. rakari á Selfossi er 67 ára í dag

F.v.: Vigfús Helgason á Stokkseyri og Björn Ingi Gíslason.

 

Björn Ingi Gíslason. rakari á Selfossi er 67 ára í dag

 

Kjartan Björnsson, rakari á Selfossi skrifar á Facebook:

Þessi ungi herramaður á hægri hönd (sjá mynd að ofan) er hann Bjössi rak sem tók við rakarastofunni af föður sínum árið 1968. 
Hann hefur síðan rekið rakarastrofuna með okkur bræðrum alla tíð síðan. Þessi síungi piltur hjólar af krafti og sækir Sundhöll Selfoss flesta virka daga og er í daglegri virkni eins og fimmtugur maður.
En í dag, mánudaginn 2. september 2013, á kallinn afmæli og tekur við kossum og knúsi á rakarastofunni eftir hádegi. Hann er 67 ára í dag karlinn og óskum við honum við bræður innilega til hamingju með daginn.
Hann er okkur góð fyrirmynd og til eftirbreytni á marga vegu, við elskum þig kæri lærifaðir.

Kjartan Björnsson.

 

Nokkrar myndir frá Rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi í tilefni dagsins:

 

Björn Ingi Gíslason og Páll Leó Jónsson kominn í slippinn. Fjær eru synirnir; Kjartan og Björn Daði einnig að klippa.

 

Rakarafeðgarnir.  F.v.: Björn Daði Björnsson, Kjartan Björnsson og Björn Ingi Gíslason.

 

Björn Ingi Gíslason með Vigfús Helgason í slippnum.

 

 

Skráða f Menningar-Staður