Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.09.2013 06:37

Árborg veitir frumkvöðulsviðurkenningu í fyrsta skipti

 
 

Eyþór Arnalds formaður Bæjarráðs Árborgar.

 

Árborg veitir frumkvöðulsviðurkenningu í fyrsta skipti

 

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að veita í fyrsta skipti frumkvöðlaviðurkenningu.

Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs veit meira um máið.

"Já, bæjarráð er jafnframt Atvinnumálanefnd og viljum við veita viðurkenningu fyrir frumkvæði í atvinnurekstri. Við ætlum að tilnefna til þessarar viðurkenningar á fimmtudag (5. sept.), en þó nokkrir koma til greina.

Í framhaldinu munu kjörnir fulltrúar velja úr þessum tilnefningum. Okkur finnst vera góður kraftur í nýsköpun og frumkvöðlastarfi í sveitarfélaginu og því tilvalið að það sé viðurkennt með þessum hætti", sagði Eyþór.

 

Af: www.dfs.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður