Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.09.2013 11:49

Ingólfur kominn á Eyrarbakka

Verið að slaka Ingólfi niður á túnið við Túngötuna á Eyrarbakka rétt í þessu.

 

Ingólfur kominn á Eyrarbakka

 

Húsið Ingólfur á Selfossi, eitt allra merkilegasta hús Selfossbæjar, er komið niður á Eyrarbakka tímabundið þar sem það verður notað við tökur á nýrri kvikmynd, sem tekin verður upp í þorpinu nú í september. 

 

Ingólfur var fluttur á Eyrarbakka í gær og hafði nætursetu rétt austan við tjaldstæðið vestast í þorpinu.

Í morgun var Ingólfur síðan fluttur á sinn stað við Túngötuna og fylgdust margir þorpsbúar með verkinu sem unnið var af fumlausri fagmennsku.

Nokkur önnur hús í líkingu við Ingólf verða notaðar við tökurnar, auk skriðdreka.  

 

Saga Film er með verkefnið á sinni könnu.

 

Menningar-Staður  var á svæðinu og færði til myndar.

 

Nokkrar myndir hér en mun fleiri síðar:

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður