UniJon gefa út plötuna „Morning Rain“ 5.september á Nýju tungli.
Að því tilefni ætla þau skötuhjú að halda útgáfutónleika á heimili þeirra Merkigili á Eyrarbakka.
Þetta verða jafnframt kveðjutónleikar Merkigils því þau Uni & Jón Tryggvi leggja nú land undir fót, og halda á vit nýrra ævintýra. Þau munu næstu mánuði halda í tónleikaferð til Evrópu. Það má fylgjast með ævintýrum þeirra á www.unijon.com .
Tónleikarnir hefjast kl 20:00, frítt inn en Frjáls framlög vel þegin.
Nýi diskurinn verður til sölu.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is