Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.09.2013 05:53

Göngustígurinn milli Stokkseyrar og Eyrarbakka fer hina stuttu leið

Eyrbekkingurinn Ari Björn Thorarensen,  forseti Bæjarstjórnar Árborgar,  hefur alla tíð verið þeirrar skoðunar að göngustígurinn milli Stokkseyrar og Eyrarbakka eigi að fara þá leið sem nú er verið að leggja til. 

 

Göngustígurinn milli Stokkseyrar og Eyrarbakka fer hina stuttu leið

 

Á næst síðasta fundi Bæjarráðs Árborgar, sem haldinn var fimmtudaginn  29. ágúst 2013, var samþykkt að leggja til  að göngustígurinn milli Stokkseyrar og Eyrarbakka verði á hinni stuttu leið milli þorpana eins og fyrri kynslóðir hafa gengið um aldir.

 

Smaþykktin var þannig:

Fjörustígur

 Bæjarráð leggur til að farin verði leið B skv. minnisblaði Verkfræðistofu Suðurlands og fer þess á leit við skipulags- og byggingarnefnd að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi.

 

Unnið upp af www.arborg.is

 

Göngustígurinn glæsilegi milli Stokkseyrar og Eyrarbakka er nú kominn að Hraunsá:

 

 

 

 

 

_______________________________Gamla þjóðleiðin milli Eyrarbakka og Stokkseyrar hefur orðið til vegna verksvits og reynslu fyrri kynslóða um aldir. 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður