Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

08.09.2013 05:12

Eyrarbakkaarkitektúrinn skorar hátt: - Hallgrímskirkja önnur áhugaverðasta kirkja heims

Hallgrímskirkja í Reykjavík sem teiknuð var af Eyrbekkingnum Guðjóni Samúelssyni.

 

Eyrarbakkaarkitektúrinn skorar hátt: - 

Hallgrímskirkja önnur áhugaverðasta kirkja heims

 

Að mati danska dagblaðsins Politiken er Hallgrímskirkja í hópi fimm áhugaverðustu kirkna heims. Hún er í öðru sæti þeirra kirkna sem blaðið hvetur lesendur sína til að heimsækja, á eftir klettakirkjunni Saint-Michel d’Aiguilhe í Suðvestur Frakklandi sem reist var fyrir rúmum 1000 árum. Sem rökstuðning fyrir vali sínu á Hallgrímskirkju nefnir blaðamaðurinn hinn einstaka arkitektúr kirkjunnar en einnig útsýnið úr turninum.

Þetta kennileiti Reykjavíkur, fjórða hæsta bygging Íslands, teygir sig í 74 metra hæð og á björtum degi ætti að vera hægt að horfa alla leið til Snæfellsjökuls í 120 kílómetra fjarlægð, segir í Politiken. Einnig kemur fram að arkitektúr Guðjóns Samúelssonar frá Eyrarbakka sækir innblástur sinn í náttúruna og úr honum má fá innsýn í sagnaarf eldfjallaeyjarinnar. Sjónræn áhrif kirkjunnar minna á jökla, hveri og eyðifjöll, allt til fínustu smáatriða, að mati blaðamannsins.

Aðrar kirkjur á þessum lista eru hin ævintýralega Vasilij dómkirkja í Moskvu, Panagia Paraportiani, ein úr hópi 365 hvítkalkaðra kirkna á grísku eyjunni Mykonos, og dómkirkjan í Lundi, elst norræna erkibiskupakirkna. Þá gefur blaðamaður einnig fimm dönskum kirkjum rými í hópi áhugaverðra kirkna, en þær eru dómkirkjan í Árósum, kirkjan á Venø við Limafjörð, Hover kirkja við Ringkøbing á Jótlandi, Grundtvigskirkjan í Kaupmannahöfn og Horne kirkja á Fjóni.

Nánar

Frétt á vef Politiken

 

Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti í Reykjavík.

 

Guðjón Samúelsson frá Eyrarbakka (1887-1950)

 

Af: www.kirkjan.is

 

Skráð af Menningar-Staður.