Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

15.09.2013 21:46

Vísnagerðin í gær að Skarði eftir réttarsúpuna

Sigurvegari kvöldsins, Sigurjón Erlingsson á Selfossi og Skarðsbóndinn, Björgvin G. Sigurðsson. 

Sigurlaunin voru -100 ára heiðursrit Hjartar Hjálmarssonar á Flateyri - hins magnaða hagyrðings.

 

Vísnagerðin í gær að Skarði eftir réttarsúpuna

 

Tíu ára hefð er fyrir réttarsúpu Björgvins G. Sigurðssonar og Maríu Rögnu Lúðvígsdóttur að Skarði þar sem félagslega þenkjandi Sunnlendingar koma saman hjá þeim laugardagskvöld réttarhelgarinnar miklu í uppsveitum sem nú var í gær laugardaginn 14. sept.  2013.

 

Til gamans er keppt um besta seinn-partinn (botninn).

Fyrri-parta höfundar síðustu ára voru fjarri góðu gamni; þeir Karl Th Birgisson og Gylfi Þorkelsson en heimilisfólkið á Skarði reddaði málum núna.

 

Hér fer vinningsvísan þetta árið.  Seinni-partur (botn)

eftir Sigurjón Erlingsson múrarameistara á Selfossi og f.v. bæjarfulltrúa:

 

Eftir heljarbyl og haugasjó,

hillir í land að nýju.

Númer átta á einum skó,

en öðrum númer tíu.

 

Í 2. sæti er botninn eftir Róbert Hlöðversson:

 

Fokið er í flest öll skjól,

Framsókn ræður öllu.

En upp brátt kemur kratasól,

og kátt verður í höllu.

 

Í 3-4  sæti er botninn eftir Gísla Hermannsson;

 

Fokið er í skjólin flest,

Framsókn ræður öllu.

Með lúinn reiða og lasinn hest,

lötrar Hrifluvöllu.

 

Í 3-4 sæti er botninn eftir eftir Jón Inga Sigurmundsson;

 

Eftir hörkubyl og haugasjó,

hillir í land að nýju.

Senn mun verða af sólu nóg,

í Samfylkingarhlýju.

 

Menningar-Staður færði til myndar - 53 myndir eru komnar í myndaalbúmi hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/photoalbums/252463/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

 

Sigurvegarar í vísnagerð.

F.v.: Björn Ingi Bjarnasona á Eyrarbakka, sigurvegari 2012 og Sigurjón Erlingsson á Selfossi, sigurvegari 2013.

 

Skráð af Menningar-Staður