Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.09.2013 21:03

Fuglar á Suðurlandi

Guðríður Ester Geirsdóttir á Stokkseyri, verkefnisstjóri fuglaklasans.

 

Fuglar á Suðurlandi

 

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hefur styrkt stofnun klasans Fuglar á Suðurlandi. Verkefnið snýr að uppbyggingu fuglatengdrar ferðaþjónustu á Suðurlandi. Markmiðið með því er að bæta og byggja upp aðstöðu til fuglaskoðunar á Suðurlandi sem og innviði ferðaþjónustunnar með tilliti til fuglatengdrar ferðaþjónustu.

"Með verkefninu verður leitast eftir að tengja saman aðila sem koma að fuglatengdri ferðaþjónustu á einn eða annan hátt og byggja þannig upp klasa sem hefur það að markmiði að efla og markaðssetja Suðurland sem áhugavert fuglaskoðunarsvæði á alþjóðavísu", sagði Guðríður Ester Geirsdóttir, verkefnisstjóri klasans.

Stofnfundur klasans verður miðvikudaginn 25. september 2013 klukkan 12.00 í salnum á þriðju hæð á Austurvegi 56 á Selfossi (húsakynnum Bárunnar) og eru allir aðilar sem hafa hagsmuna að gæta velkomnir á fundinn. Eru þeir vinsamlega beðnir að staðfestið þátttöku, fyrir klukkan 12:00, mánudaginn 23. september, með tölvupósti á netfangið gudridur@sudurland.is

Guðríður Ester er með meistarapróf í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands og er búsett  á Stokkseyri. Hún  er með aðstöðu hjá Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga á Selfossi.

 

Af: www.dfs.is

Skráð af Menningar-Staður