Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.09.2013 05:02

Fyrirlestur um Sigfús Eymundsson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Inga Lára Baldvinsdóttir á Eyrarbakka.

 

Fyrirlestur um Sigfús Eymundsson

 

Inga Lára Baldvinsdóttir flytur fyrsta hádegisfyrirlestur haustmisseris á vegum Þjóðminjasafns Íslands í dag, þriðjudaginn 17. september 2013,  kl. 12:00

Þar mun hún fjalla um sýninguna „Sigfús Eymundsson myndasmiður - Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar“ sem nú stendur yfir í Myndasal Þjóðminjasafnsins, en Inga Lára er jafnframt höfundur samnefndrar bókar sem Þjóðminjasafnið gaf út í tengslum við sýninguna. Aðaláhersla fyrirlestrarins verður hugleiðingar um varðveislu, skráningu og samstarf við gerð sýningar og bókar.

 

Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

Inga Lára Baldvinsdóttir

 

Þjóðminjasafn Íslands við Suðurgötu í Reykjavík.

 

 

Skráð af Menningar-Staður.